Um Expert

Expert er einn af stærstu þjónustuaðilum sinnar tegundar á landinu. Framúrskarandi þjónusta er viðskiptavinum okkar og góðu vel kunn sem og þau traustu vörumerki sem að við vinnum með. 

Félagið hefur um árabil einbeitt sér að þjónustu við veitinga- og verslunargeirann, en hefur einnig með stolti bætt við sig þjónustu við bændur um land allt. Expert ehf. hefur hlotið viðurkenningar frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki tvö ár í röð og stefnir áfram á frábæran árangur.

Dýrmætasta eign fyrirtækisins er sá samhenti hópur starfsmanna sem hjá því starfar. Þessi öfluga liðsheild er staðráðin í að vera fremst á sínu sviði hverju sinni. Við hvetjum þig til þess að hafa samband í síma 517-4000 eða senda okkur línu.

Hafa samband


Við erum með starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu - sjá hér að neðan:

DRAGHÁLS 18-26, 110 REYKJAVÍK

Gagnheiði 3, 800 Selfoss

Freyjunes 10, 600 Akureyri