NÁMSKEIÐ Expert

Expert leggur ríka áherslu á að halda námskeið sem falla vel að því að auka fræðslu og vitund fagfólks sem og almennings um allt sem við kemur kaffi, bjór og léttvínum. Við leggjum áherslu á samstarf við fagfólk hverju sinni. 

Expert er aðalsyrktaraðili Kaffibarþjónafélags Íslands. Í samningnum er meðal annars kveðið á um styrki tengda keppnum, á íslandi sem og erlendis - og fræðslu til handa fagfólki og almenning. Við erum stolt af því að vera bakhjarl Kaffibarþjónafélags Íslands.

Expert mun í samstarfi við fleiri aðila bjóða upp á kynningar og fræðslu sem tengist léttum vínum, þar með talið námskeið í gerð kokteila, áfengra sem óáfengra.

Öll námskeið sem eru í boði munu birtast hér að neðanverðu en þau má einnig finna á Facebook síðu okkar.