Þjónusta við verslanir

veitingarhús og vinnustaði

Hótel & veitingahús

Expert þjónustar yfir 400 fyrirtæki og selur hágæða vöru á góðu verði. Við höfum umsjón og eftirlit með yfir 12 þúsund tækjum um allt land - á hverjum degi, allan ársins hring.

Expert leggur metnað í að veita framúrskarandi þjónustu og leitast þar með við að koma á móts við þarfir allra viðskiptavina.
Við sjáum um allt sem snýr að;

  • Bjórlögnum
  • Gosdrykkjarlögnum
  • Kaffivélum
  • Klakavélum
  • Kæli- og frystiklefum
  • Öllum almennum raflögnum

Drykkjarlausnir fyrirtækja

Expert sér um uppsetningu og viðhald fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum ásamt því að vera með öll hreinsiefni sem þarf fyrir tækin og þau áhöld sem þarf til að sinna daglegum rekstri.

Námskeið Expert

Expert leggur ríka áherslu á að halda námskeið sem falla vel að því að auka fræðslu og vitund fagfólks sem og almennings um allt sem við kemur kaffi, bjór og léttvínum. Við leggjum áherslu á samstarf við fagfólk hverju sinni.

Expert er aðalsyrktaraðili Kaffibarþjónafélags Íslands. Í samningnum er meðal annars kveðið á um styrki tengda keppnum, á íslandi sem og erlendis - og fræðslu til handa fagfólki og almenning. Við erum stolt af því að vera bakhjarl Kaffibarþjónafélags Íslands.

Expert mun í samstarfi við fleiri aðila bjóða upp á kynningar og fræðslu sem tengist léttum vínum, þar með talið námskeið í gerð kokteila, áfengra sem óáfengra.

Expert kæling

Frysti- & kælikerfi

Expert kæling ehf. hefur um árabil séð um uppsetningu, viðhald og viðgerðir á frysti- og kælikerfum. Starfsmenn okkar búa að sérhæfingu á þessu sviði.

Starfsmenn okkar þekkja vel til allra helstu kæli- og frystikerfa, hafa sótt sérstakt nám og öðlast vottun á uppsetningu kolsýrukerfa. Á meðal fastra viðskiptavina okkar má nefna Samkaup, Nettó, Kjörbúðina, Lýsi og N1 - svo einhverjir viðskiptavina okkar séu nefndir.

Rafmagnsverkstæði

Expert veitir alhliða þjónustu og lausnir á öllum sviðum rafverktöku. Við bjóðum upp á heildarlausnir fyrir okkar viðskiptavini, ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd.

Við leggjum alla áherslu á ábyrga og góða þjónustu við viðskiptavini okkar. Ekkert verkefni er of smátt eða stórt fyrir okkar frábæra starfsmannna teymi.

Bændur

Með kaupum Expert á rekstri félagsins, Á milli mjalta ehf. - bætti Expert við þjónustu sína til sveita. Nú býður félagið meðal annars framúrskarandi vörur til bænda frá fyrirtækinu RÖKA í Danmörku, sem er vel þekkt á meðal bænda á Íslandi.

Ennfremur hefur Expert sérhæft sig í öllu almennu viðhaldi á kæli- og rafmagnsbúnaði tengdum bústörfum um land allt.