Um Expert

Expert er einn af stærstu þjónustuaðilum sinnar tegundar á landinu. Framúrskarandi þjónusta er viðskiptavinum okkar og góðu vel kunn sem og þau traustu vörumerki sem að við vinnum með.

Áralöng reynsla

Félagið hefur um árabil einbeitt sér að þjónustu við veitinga- og verslunargeirann, en hefur einnig með stolti bætt við sig þjónustu við bændur um land allt. Expert ehf. hefur hlotið viðurkenningar frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki tvö ár í röð og stefnir áfram á frábæran árangur.

Öflug liðsheild

Dýrmætasta eign fyrirtækisins er sá samhenti hópur starfsmanna sem hjá því starfar. Þessi öfluga liðsheild er staðráðin í að vera fremst á sínu sviði hverju sinni. Við hvetjum þig til þess að hafa samband í síma 517-4000 eða senda okkur línu.

Stefna fyrirtækisins

Okkar stefna er að bæði vörur og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina og að viðskiptasamningar séu ávallt réttir, sanngjarnir og í samræmi við þörf viðskiptavina hverju sinni.

Við leggjum allt kapp á að setja okkur vandlega inn í sérhvert verkefni, þannig að hægt sé að leysa vel úr öllum fyrirspurnum.

Starfsfólk okkar er hjarta fyrirtækisins. Því leggjum við okkur fram um að vinnuaðstaða sé góð og að okkar fólki líði ávallt vel.

Samfélagsleg ábyrgð

Við öxlum samfélagslega ábyrgð með margþættum hætti. Ekki síst hvað varðar vörur og þjónustu fyrirtækisins, mannauð okkar og samfélagið.

Mál sem við látum okkur varða snúa meðal annars að umhverfisvernd, bættri lýðheilsu, heilbrigði í viðskiptaháttum og frumkvöðlastarfsemi. Áherslur í mannauðsmálum snúa að fjölbreytni, jafnrétti, öryggi, vinnuvernd og forvörnum gegn einelti

Siðareglur

Í meðfylgjandi skjali er að finna siðareglur Expert ehf.