Expert

 
 

Expert

Expert er þjónustufyrirtæki og heildsala

Fyrir verslanir

Expert kæling ehf. hefur um árabil séð um uppsetningu, viðhald og viðgerðir á frysti- og kælikerfum. Starfsmenn okkar búa að sérhæfingu á þessu sviði.

Starfsmenn okkar þekkja vel til allra helstu kæli- og frystikerfa, hafa sótt sérstakt nám og öðlast vottun á uppsetningu kolsýrukerfa. Á meðal fastra viðskiptavina okkar má nefna Samkaup, Nettó, Kjörbúðina, Lýsi og N1 – svo einhverjir viðskiptavina okkar séu nefndir.

Við eigum ávallt fyrirliggjandi á lager – eða pöntum með skömmum afhendingartíma, framúrskarandi vörur frá traustum birgjum okkar. Má þar meðal annars nefna eimsvala, hraðopnandi hurðar, ísvélar, kæliblásara, alla helstu kælimiðla og kælimiðilsdælur, kæli- og frystiklefa, lausfrysta, mjólkurtanka, plötufrysta, þjöppur og varmaskipta.

Við leggjum metnað okkar í að skila viðskiptavinum okkar vel unnum verkum.

Meira hér

Fyrir veitingarhús

Expert þjónustar yfir 400 fyrirtæki og selur hágæða vöru á góðu verði. Við höfum umsjón og eftirlit með yfir 12 þúsund tækjum um allt land – á hverjum degi, allan ársins hring. Expert leggur metnað í að veita framúrskarandi þjónustu og leitast þar með við að koma á móts við þarfir allra viðskiptavina. Við sjáum um allt sem snýr að;

  • Bjórlögnum, gosdrykkjarlögnum, kaffivélum, klakavélum, kæli- og frystiklefum og öllum almennum raflögnum.

Fyrir vinnustaði

Expert sér um uppsetningu og viðhald fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum ásamt því að vera með öll hreinsiefni sem þarf fyrir tækin og þau áhöld sem þarf til að sinna daglegum rekstri.

Starfsmenn Expert eru flestu vanir og þekkja vel til sinna verka. Hjá okkur starfa 25 starfsmenn en félagið hefur einbeitt sér að þjónustu við veitinga- og verslunargeirann. Með ánægju og stolti höfum við einnig bætt við okkur þjónustu við bændur um allt land.

Þjónustuflokkarnir okkar

Hótel & veitingarhús

Námskeið

Drykkjarlausnir fyrirtækja

Expert kæling

Samstarfsaðilarnir okkar